Fjöláfalla- og tengslavandi fósturbarna upp að 10 ára aldri
fim., 10. apr.
|Reykjavík
Við bjóðum félagsfólki að taka þátt í frábæru námskeiði Jóhönnu Jóhannesdóttur félagsráðgjafa á niðurgreiddu verði.


Staður & stund
10. apr. 2025, 17:00 – 21:00
Reykjavík, Sigtún 42, 105 Reykjavík, Iceland
Um viðburðinn
Félag fósturforeldra fær Jóhönnu Jóhannesdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing til að bjóða upp á sérstaka fræðslu um vanda tengdum fjöláföllum og tengslum barna upp að 10 ára aldri. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiðið er að fólk sé á félagaskrá og í skilum á félagsgjöldum en félagið býður niðurgreitt þátttökugjald með styrk frá ÖBÍ. Námskeiðið verður haldið í Sigtúni 42 fimmtudaginn 10. apríl frá klukkan 17:00-21:00 og rúmar 20 manna hóp. Að námskeiði loknu mun hópnum bjóðast þátttaka í smærri handleiðsluhópum sem Jóhanna mun leiða. Í hópunum fá fósturforeldrar tækifæri til, í gegnum stýrðar umræður að kafa dýpra í efnið sem kynnt verður á námskeiðinu; út frá eigin reynslu, tilfinningum og aðstæðum. Tímasetningar vegna handleiðsluhópa verðar kynntar
síðar, hverjum hópi fyrir sig. Þátttaka í handleiðsluhópum er innifalið í verði námskeiðsins.
Fjöláfalla- og tengslavandi fósturbarna upp að 10 ára aldri
Mikilvægasta grunnþörf hvers barns er að tengjast tilfinningaböndum við foreldra/umönnunaraðila. Í gegnum grunntengslin fær…