Skattafræðsla
fim., 06. mar.
|Zoom
Við erum með okkar árlegu skattafræðslu í fjarfundi í boði Gunnars Bachman


Staður & stund
06. mar. 2025, 20:00 – 22:00
Zoom
Um viðburðinn
Árleg skattafræðsla Félags fóstuforeldra verður í fjarfundi fimmtudaginn 6. mars 2025 og er einungis ætluð félagsmönnum sem eru á félagsskrá í skilum á félagsgjöldum. Tengill á fundinn verður aðgengilegur í Facebook hópnum 'Samfélag fósturforeldra' og á póstlistanum.
Gunnar Bachmann hefur árlega boðið Félagi fósturforeldra þessa skattafræðslu um nokkurt skeið. Til að fá sem mest út úr fræðslunni er best að undirbúa sig með því að opna skattframtalið fyrir fundinn og vera tilbúin með spurningar og fá leiðbeiningar til þess að klára á fundinum sjálfum eða hvaða gögn ætti að finna til eftir fundinn.
Gunnar er einn þeirra sem við vísum á fyrir þá félagsmenn sem óska eftir að kaupa sér þjónustu við skattframtalið. Hægt er að óska þjónustu hjá honum á gunnar@minimax.is.