top of page
henny-kasa-LaCTAUJ2wug-unsplash.jpg

VIÐBURÐIR FYRIR FÉLAGSFÓLK

Félag fósturforeldra stendur fyrir margvíslegum viðburðum fyrir félagsfólk. Með því að greiða félagsgjöld hafa félagar aðgang að öllum viðburðum frítt eða með afslætti. 

Nokkrum sinnum yfir árið stöndum við fyrir svokölluðu kaffispjalli á netinu, það hefur reynst mörgum okkar ómetanlegt til þess að sækja í reynslu annarra fósturfjölskyldna. Við hvetjum alla fósturforeldra til að taka virkan þátt í starfinu, bæði til að sækja stuðning og styðja aðra.

"Það hefur alveg bjargað mér að geta komist á kaffihúsafundina. Þar get ég tjáð mig um málefni sem ekki er hægt að ræða á öðrum grundvelli við fólk sem skilur hvað ég er að takast á við. Stuðningurinn er mjög mikilvægur, auk þess sem það er ómetanlegt að geta leitað til annarra í sömu sporum eftir ráðum og upplýsingum um hin ýmsu mál."

“Upplýsingarnar sem komu fram um umgengnina voru algjör himnasending fyrir mig, því ég mun á næstu dögum ganga frá samningi um fóstur, og því gríðarlega mikilvægt fyrir mig að vita hver mín staða varðandi þennan lið er."

Viðburðir framundan

Hér má sjá yfirlit yfir þá viðburði sem eru á dagskrá. Athugið að þeir geta tekið breytingum og því hvetjum við ykkur til að fylgjast með á facebook síðu félagsins.

Febrúar

Skattafræðsla

Það er margt að huga hjá fósturforeldrum við gerð skattframtals. Félag fósturforeldra býður upp á fræðslu frá endurskoðanda sem leiðir félagsmenn í gegnum það að fylla rétt út í framtalið.

Apríl

Aðalfundur

Á aðalfundi er farið yfir liðið starfsár, kosið fólk í stjórn og rætt um framtíðaráform félagsins.

Við hvetjum alla félaga til að mæta og taka virkan þátt í mótun starfsins.

Mars

Kaffispjall á netinu

Kaffispjall fósturforeldra er mikilvægur vettvangur til að ræða málin í öruggu umhverfi.

Maí

Fósturfjölskylduhelgi í Vatnaskógi

Stútfull dagskrá af gleði og glaum, fullkomin gistiaðstaða og ljúffengur matur. Eina sem þarf að taka með eru lök, sængur og koddar, góð útiföt fyrir öll veður og góða skapið. Annað er á staðnum.

 

Hver fjölskylda fær sitt eigið herbergi og starfsfólk Vatnaskógs sér um að útbúa ljúffengan mat í öll mál.

bottom of page