top of page

Engum boðin aðstoð og meirihluti hætti að taka að sér fósturbörn í kjölfar fósturrofs


Ada Björnsdóttir kynnir ransókn sína á kaffispjalli félagsins í mars 2025
Ada Björnsdóttir kynnir ransókn sína á kaffispjalli félagsins í mars 2025

Félag fósturforeldra fékk kynningu á rannsókn Ödu Björnsdóttur á upplifun fósturforeldra á fósturrofi en rannsóknin var hluti af meistarnámi hennar til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.


Rannsóknarefni var að upplagi Barna- og fjölskyldustofu sem hafði kynnt nokkur rannsóknarefni fyrir meistaranemum í von um að einhver hefði áhuga að kanna þau. Erfiðlega gekk hins vegar að afla viðmælenda fyrir rannsóknina og leitaði Ada til félagsins sem aðstoðaði hana með að auglýsa rannsóknina gagnvart félagsfólki sínu og hvatti þau sem höfðu reynslu að viðfangsefninu til að taka þátt.


Rannsókn Ödu fólst í því að taka viðtöl við fósturforeldra sem upplifað hafa fósturrof og vann hún niðurstöður út frá þeim og bar saman við fyrri rannsóknir og kenningar.


Fósturforeldrar upplifa að þau beri ábyrgðina

Áhættan á fósturrofi er alltaf til staðar þegar barni er vistað í fóstri og getur komið til af ýmsumólíkum ástæðum. Það á því að vera sameiginlegt verkefni barnaverndarþjónustu og fósturforeldra að tryggja velgengni í fóstri og fyrirbyggja fósturrof. Reynslan er samt sú að þegar að til fósturrofs kemur upplifafósturforeldrar sem því sé stillt upp sem að ábyrgðin sé alfarið þeirra og það er þeim þungbær upplifun. Inn á þetta kemur Ada í rannsókn sinni en fósturforeldrar lýsa mikilli sorg í kjölfar fósturrofs, þeim líði sem þeim hafi mistekist og upplifi einnig skömm í kjölfar þess.


Það er sláandi að skýrt kom framfram í viðtölum að enginn þátttakandi hafi fengið stuðning eða aðstoð frá sinni barnaverndarþjónustu í kjölfar fósturrofsins. Þvert á móti segir einn viðmælendi Ödu að hann hafi aldrei upplifað neinn hafa brotið sig eins mikið niður og barnaverndarþjónusta gerði á fundi sem hann átti með þeim í kjölfar fósturrofs.. Fósturforeldrar hafi þurft að reiða sig á eigin bjargráð og jafningjastuðning á borð við þann sem Félag fósturforeldra veitir. Ada telur í niðurstöðum að upplifun fósturforeldra megi líkja við kenningar um ólíkan missi en meirihluti þeirra hafi lýst tilfinningalegum einkennum sorgar, reiði, kvíða, sjálfsásökunar og sektarkenndar.


Treysta sér ekki til að halda áfram sem fósturforeldrar

Meirihluti viðmælenda Ödu treystu sér ekki til að taka fleiri börn í fósturí kjölfar fósturrofs og telur Ada að það hafi mikinn samhljóm við fyrri rannsóknir sem sýni að bættur stuðningur við fósturforeldra ýti undir að fósturforeldrar haldi áfram að sinna börnum. Mörgum hafi þótt skorta verkfæri, þjálfun og stuðning til að takast á við vanda sinna fósturbarna á meðan  á fóstri stóð og að þau hafi upplifað sem að frekari stuðningur við börn hafi verið tekinn af borðinu þegar þau voru kominí fóstur. Mörg hafi þar að auki upplifað lítil eða léleg samskipti við barnaverndarþjónustu frá því að barni var sett í fóstur fram að fósturrofi.


Þurfi að bæta verkferla, leiðbeingar og stuðning

Ada bendir svo á í rannsókn sinni að engir verkferlar, leiðbeiningar, regluverk eða nokkurs konar starfshættir hafi verið mótaðir í kringum fósturrof. Í lokaorðum sínum bendir Ada á að þörf sé á umbótum í þeim efnum þar sem hugað sé að því hvernig skuli grípa bæði fósturbörn og fósturforeldra í kjölfar fósturrofs. Auka þurfi sértækan stuðning og úrræði til að draga úr tíðni fósturrofa og bæta eftirfylgni barnaverndar á meðan að á fóstri stendur.


Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægar og félagið treystir á að Barna- og fjölskyldustofa fylgi þeim eftir og leggi sitt að mörkum við að koma tillögum hennar til framkvæmdar. Félagið mun sannarlega halda þessum niðurstöðum á lofti til að krefjast úrbóta því það er hagur allra að draga úr tíðni fósturrofs og úr brottfalli meðal fósturforeldra. Þó er einnig mikilvægt að viðurkenna að áhætta fósturrofs verði alltaf til staðar og geti átt sér eðlilegar skýringar því er nauðsynlegt að betri starfshættir og verkferlar séu mótaðir til að styðja alla í gegnum það ferli..



Rannsóknina í heild má finna á Skemmunni með að smella hér.



Comments


Nýlegar fréttir
bottom of page