top of page

Fjöldi sigurvegara í jólabingói



Sigurvegarar í jólabingóinu 2024

Félag fósturforeldra hélt jólabingó þann 8. desember síðastliðinn í Mannréttindahúsinu. Alls gengu út 19 vinningar að andvirði meira en hálfrar miljónar króna en stjórnarfólk félagsins hafði nýtt nótt sem nýtan dag til að safna veglegum vinningum.


Tæplega 80 manns mættu og áttu gæðastund saman en auk þeirra komu líka 2 jólasveinar í heimsókn og tóku nokkur vel valin jólalög með mannskapnum áður en þeir prönguðu svo óhóflegu magni sælgætis á börnin.

Jólasveinarnir trylla lýðinn

Það var mikil ánægja með viðburðinn en allar líkur eru á því að hann verði endurtekinn að ári og að jafnvel verði haldið páskabingó þess á milli. Þá hefur félagið til skoðunar að bjóða upp á fleiri samverustundir fyrir félagsfólk og fjölskyldur þeirra.


Mikil ánægja var með bingóstýru sem sjálf geislaði af ánægju

Það var einungis mögulegt að halda viðburðinn vegna allra þeirra sem voru viljug að styrkja félagið um vinninga og er félagið þeim þakklátt fyrir örlætið en þau voru:

Krumma

Danól

Bíum Bíum

Dominos

Arena

Ölgerðin

Hrím

Sambíóin

KFC

FlyOver

Sky Lagoon

Laugarvatn Fontana

Hótel Keflavík

Hótel Klaustur

1919 Hótel

Rafha

Vodafone

Vís

TM

Dineout

MS

Samúelsson Matbar

Keiluhöllin

Nettó

Minigarðurinn

Jómfrúin

Lava Show

Comments


Nýlegar fréttir
bottom of page