top of page

Rannsakar upplifun fósturforeldra af fósturrofi





Ada Björnsdóttir er nemi í meistaranámi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og rannasakar því upplifun og reynslu fósturforeldra af fósturrofi.


Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars að fá fram upplifun fósturforeldra af fósturrofi, og annars vegar að heyra frá fósturforeldrum hvað hefði betur mátt fara þegar sú staða kom upp að fósturráðstöfun væri að rofna.


Ada leitar um þessar mundir viðmælenda fyrir rannsókn sína en hægt er að kynna sér rannsóknina nánar í kynningarbréfi um rannsóknina.





Félag fósturforeldra er spennt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar en það er félaginu hjartans mál að rannsóknir á borð við þessa séu gerðar og niðurstöðum þeirra fylgt eftir með aðgerðum í þágu betrumbóta.


Hægt er að hafa samband við Ödu í síma 862-1913 og með að senda tölvupóst á adb21@hi.is

Comentarios


Nýlegar fréttir
bottom of page