Við framkvæmum könnun um upplifun fósturforeldra

Félag fósturforeldra framkvæmir nú könnun um upplifun fósturforeldra af fósturmálum með styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneyti. Von er að þessi könnun verði framkvæmd árlega og verði á meðal hryggjarstykkja í starfi félagsins.
Tilgangur könnunarinnar er að kortleggja upplifun fósturforeldra með markvissum hætti til að geta aukið samráð og samtal við yfirvöld um fósturmál í þeirri von að þrýsta betur á fyrir nauðsynlegum úrbætum.
Með þátttöku í þessari könnun aðstoðar þátttakendur okkur að safna upplýsingu um stöðu fósturmála í dag og gera okkur kleift aðstoða þau og aðrar fósturfjölskyldur með betri hætti. Þau sem ljúka könnuninni fá upplýsingar um hvernig þau geta átt möguleika á að vinna 30.000 króna gjafabréf hjá Icelandair.
Við munum kynna niðurstöður könnunarinnar á málþingi félagsins þann 28. mars og bíðum því spennt svara frá fósturforeldrum um land allt. Ef þú ert fósturforeldri sem fékkst ekki boð um þátttöku í könnuninni hvetjum við þig að hafa samband við okkur á fostur@fostur.is eða með að senda okkur skilaboð á facebook og við sendum þér hlekk til að taka þátt.
Comments